Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis: Ár mikilla breytinga framundan 31. desember 2008 00:01 Vísir/stefán Reikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjaldeyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegnum hefur kallað á endurskoðun þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Kreppan sem þjóðin er að ganga í gegnum er að hluta alþjóðleg og að hluta heimatilbúin. Alþjóðlega láns- og lausafjárkreppan myndaðist á árinu 2007 og hefur verið að grafa sig dýpra síðan. Sá vandi á rætur sínar að rekja til uppbyggingar erlendra lánamarkaða og ekki síst þess bandaríska. Íslenska hagkerfið var afar opið og viðkvæmt fyrir þessari kreppu þar sem hér hafði átt sér stað mjög hröð uppbygging og útrás fjármálakerfisins með hjálp erlendra lánamarkaða. Bankarnir stækkuðu hraðar en undirliggjandi stoðir þeirra í hagkerfinu báru þegar á reyndi. Almenningur og fyrirtæki hafa liðið fyrir ástandið. Heimilin finna fyrir því í minni kaupmætti, veikari stöðu krónunnar, auknu atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og skertu aðgengi að lánsfé svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækin finna einnig talsvert fyrir þessu en með ólíkum hætti eftir því í hvaða greinum þau starfa. Erfið er staða margra fyrirtækja í greinum sem tengjast innlendri neyslu og fjárfestingum sem dragast nú hratt saman. En það er ekki síst að Íslendingar finni fyrir þessu í særðu stolti. Svartsýnin og sjálfsgagnrýnin hefur tekið við af bjartsýni og sjálfsánægju. Væntingar varðandi framtíðina hafa breyst og skoðun á orsökum og úrlausnum er í hámæli. Niðurstaðan í þessari kreppu er ekki gefin. Hún veltur á úrlausn hinnar alþjóðlegu kreppu og viðbrögðum íslensku þjóðarinnar. Erlendis er verkefnið ekki síst að koma lánaflæðinu af stað aftur. Hér á landi þarf að tryggja stöðugleikann, lágmarka kostnað vegna hruns bankanna og ganga úr skugga um að ekki komi aftur til banka- og gjaldeyriskreppu. Þetta eru verkefni stjórnvalda á árinu 2009. Brýn úrlausnarefni varðandi framtíðarskipan gengis- og peningamála bíða ákvörðunar stjórnvalda í byrjun næsta árs, en ljóst er að krónan verður vart framtíðargjaldmiðill Íslands. Byggja þarf upp bankakerfið aftur og huga vel að auðlindum þjóðarinnar bæði því sem býr í landinu og miðunum í kring sem og mannauðnum. Áætlun íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum hefur verið útlistuð í viljayfirlýsingu þeirra vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú viljayfirlýsing sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins var nauðsynleg. Án þessarar hjálpar hefði kreppan orðið dýpri og erfiðari. Sýnir sig nú hvað aðild að sjóðnum er þjóðinni mikilvæg og í leiðinni hverju alþjóðleg samvinna getur skilað íslenskri þjóð. Ekki má bregðast við þessari alþjóðlegu kreppu og afleiðingum hennar með haftabúskap og einangrun. Slíkt er hættuleg stefna sem kemur niður á hagvexti og lífsgæðum þjóðarinnar. Þau höft sem sett hafa verið á gjaldeyrismarkað þarf að afnema við fyrsta tækifæri. Með auknum trúverðugleika efnahagsstefnunnar og bankakerfisins fæðast forsendur fyrir fullkomnu floti krónunnar. Með stöðugleika á gjaldeyrismarkaði myndast einnig forsendur fyrir lækkun vaxta Seðlabankans. Háir vextir bankans eru afar þjáningafullt tæki um þessar mundir þegar hagkerfið er að sigla inn í djúpa kreppu og eina ástæða hárra vaxta er í raun að halda uppi miklum vaxtamun gagnvart útlöndum og styrkja þannig gengi krónunnar. Hagkerfið þarf að komast út úr þessari stöðu og reikna ég með því að forsendur skapist fyrir því á nýju ári. Þó að framundan sé eitt mesta samdráttarár sögunnar hér á landi er nauðsynlegt að horfa ekki á það einvörðungu sem slíkt. Staða íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir hrun bankakerfisins var sterk og hafði líklegast aldrei verið sterkari á mælikvarða eigna og kaupmáttar. Búa þau að því núna. Niðursveiflan er kröftug en hún færir þjóðina ekki nema fáein ár aftur vegna þess hve hagvöxtur og uppgangurinn hefur verið mikill og kröftugur hér á undanförnum árum. Atvinnumissir er sár, sem og að tapa eignum og að horfast í augu við breyttan efnahagslegan veruleika. Hins vegar eru tækifærin víða og velmegun þjóðarinnar mikil í alþjóðlegum samanburði. Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Reikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjaldeyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegnum hefur kallað á endurskoðun þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Kreppan sem þjóðin er að ganga í gegnum er að hluta alþjóðleg og að hluta heimatilbúin. Alþjóðlega láns- og lausafjárkreppan myndaðist á árinu 2007 og hefur verið að grafa sig dýpra síðan. Sá vandi á rætur sínar að rekja til uppbyggingar erlendra lánamarkaða og ekki síst þess bandaríska. Íslenska hagkerfið var afar opið og viðkvæmt fyrir þessari kreppu þar sem hér hafði átt sér stað mjög hröð uppbygging og útrás fjármálakerfisins með hjálp erlendra lánamarkaða. Bankarnir stækkuðu hraðar en undirliggjandi stoðir þeirra í hagkerfinu báru þegar á reyndi. Almenningur og fyrirtæki hafa liðið fyrir ástandið. Heimilin finna fyrir því í minni kaupmætti, veikari stöðu krónunnar, auknu atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og skertu aðgengi að lánsfé svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækin finna einnig talsvert fyrir þessu en með ólíkum hætti eftir því í hvaða greinum þau starfa. Erfið er staða margra fyrirtækja í greinum sem tengjast innlendri neyslu og fjárfestingum sem dragast nú hratt saman. En það er ekki síst að Íslendingar finni fyrir þessu í særðu stolti. Svartsýnin og sjálfsgagnrýnin hefur tekið við af bjartsýni og sjálfsánægju. Væntingar varðandi framtíðina hafa breyst og skoðun á orsökum og úrlausnum er í hámæli. Niðurstaðan í þessari kreppu er ekki gefin. Hún veltur á úrlausn hinnar alþjóðlegu kreppu og viðbrögðum íslensku þjóðarinnar. Erlendis er verkefnið ekki síst að koma lánaflæðinu af stað aftur. Hér á landi þarf að tryggja stöðugleikann, lágmarka kostnað vegna hruns bankanna og ganga úr skugga um að ekki komi aftur til banka- og gjaldeyriskreppu. Þetta eru verkefni stjórnvalda á árinu 2009. Brýn úrlausnarefni varðandi framtíðarskipan gengis- og peningamála bíða ákvörðunar stjórnvalda í byrjun næsta árs, en ljóst er að krónan verður vart framtíðargjaldmiðill Íslands. Byggja þarf upp bankakerfið aftur og huga vel að auðlindum þjóðarinnar bæði því sem býr í landinu og miðunum í kring sem og mannauðnum. Áætlun íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum hefur verið útlistuð í viljayfirlýsingu þeirra vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú viljayfirlýsing sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins var nauðsynleg. Án þessarar hjálpar hefði kreppan orðið dýpri og erfiðari. Sýnir sig nú hvað aðild að sjóðnum er þjóðinni mikilvæg og í leiðinni hverju alþjóðleg samvinna getur skilað íslenskri þjóð. Ekki má bregðast við þessari alþjóðlegu kreppu og afleiðingum hennar með haftabúskap og einangrun. Slíkt er hættuleg stefna sem kemur niður á hagvexti og lífsgæðum þjóðarinnar. Þau höft sem sett hafa verið á gjaldeyrismarkað þarf að afnema við fyrsta tækifæri. Með auknum trúverðugleika efnahagsstefnunnar og bankakerfisins fæðast forsendur fyrir fullkomnu floti krónunnar. Með stöðugleika á gjaldeyrismarkaði myndast einnig forsendur fyrir lækkun vaxta Seðlabankans. Háir vextir bankans eru afar þjáningafullt tæki um þessar mundir þegar hagkerfið er að sigla inn í djúpa kreppu og eina ástæða hárra vaxta er í raun að halda uppi miklum vaxtamun gagnvart útlöndum og styrkja þannig gengi krónunnar. Hagkerfið þarf að komast út úr þessari stöðu og reikna ég með því að forsendur skapist fyrir því á nýju ári. Þó að framundan sé eitt mesta samdráttarár sögunnar hér á landi er nauðsynlegt að horfa ekki á það einvörðungu sem slíkt. Staða íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir hrun bankakerfisins var sterk og hafði líklegast aldrei verið sterkari á mælikvarða eigna og kaupmáttar. Búa þau að því núna. Niðursveiflan er kröftug en hún færir þjóðina ekki nema fáein ár aftur vegna þess hve hagvöxtur og uppgangurinn hefur verið mikill og kröftugur hér á undanförnum árum. Atvinnumissir er sár, sem og að tapa eignum og að horfast í augu við breyttan efnahagslegan veruleika. Hins vegar eru tækifærin víða og velmegun þjóðarinnar mikil í alþjóðlegum samanburði.
Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira