Kjallarabörnin í Austurríki vel upp alin Óli Tynes skrifar 21. maí 2008 13:30 Dýflissan í Austurríki. Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira