Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur 29. október 2008 09:20 Hér má sjá hvar meistarafáninn er hengdur upp í rjáfur í Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira