Boston í úrslit Austurdeildar 19. maí 2008 00:21 Paul Pierce sleppti sér af fögnuði þegar sigurinn var í höfn. Hann skoraði 41 stig í leiknum. NordcPhotos/GettyImages Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Pierce, sem hafði verið frekar rólegur í stigaskorun fram til þessa í einvíginu, var óstöðvandi og skoraði 41 stig fyrir Boston í leiknum. 41 stig Pierce var annað hæsta stigaskor Boston-leikmanns í sjöunda leik í sögu félagsins. "Við LeBron vorum báðir í stuði í kvöld og vildum ekki hætta. Hvorugum okkar langaði að tapa þessum leik," sagði Pierce um einvígi sitt við James, en þeir spiluðu grimma vörn hvor á annan. "Leikaðferð okkar í kvöld var eiginlega sú að koma boltanum á Pierce og passa svo að vera ekki fyrir honum," sagði Kevin Garnett, leikmaður Boston. LeBron James hjá Cleveland bætti um betur og skoraði 45 stig, en fékk litla hjálp frá félögum sínum eins og svo oft áður í einvíginu. 45 stig James eru það fjórða mesta sem leikmaður hefur skorað í leik sjö í sögu úrslitakeppninnar. Tölfræði leiksins Boston hafði forystuna frá fyrstu mínútu, en Cleveland var þó aldrei langt undan og náði að minnka muninn niður í eitt stig skömmu fyrir leikslok. Heimamenn fengu hjálp úr óvæntri átt í lokin þar sem hinn gamalreyndi P.J. Brown skoraði 4 af 10 stigum sínum á gríðarlega mikilvægum augnablikum. Boston kláraði svo leikinn með góðri vítanýtingu þegar leikmenn Cleveland brutu til að freista þess að jafna leikinn. Þetta er annað einvígið í röð sem Boston klárar 4-3 og tryggir sér sigur í oddaleik á heimavelli. Andstæðingur liðsins í úrslitum Austurdeildarinnar verður Detroit Pistons, sem hefur fengið að hvíla sig í nokkra daga eftir að hafa slegið Orlando út 4-1. Fyrsti leikurinn í einvígi Boston og Detroit verður á þriðjudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira