Klúður Ferrari reyndist happ Hamiltons 29. september 2008 00:17 Lewis Hamilton jók forskot sitt í stigamótinu í Singapúr í gær úr einu stigi í sjö. mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan
Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira