Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða Diljá Ámundadóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00 Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun