Gasol náði þrennu í sigri Lakers 18. febrúar 2009 09:33 Kobe Bryant og Pau Gasol skiptast á spaðafimmum í sigrinum á Atlanta NordicPhotos/GettyImages NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira