Sonur Max Mosley forseta alþjóða bílasambandsins fannst látinn á heimili sínu í London í gær. Alexander Mosley var 39 ára efnahagsfræðingur og frannst á heimili sínu í Notting Hill í gær.
Max Mosley hefur veirð áberandi í fjölmiðlum síðustu ár, bæði fyrir jákvæða og neikvæða hluti. Í síðustu viku var hann að rífast við Luca Montezemolo forsesta Ferrari um reglubreytingar næsta árs. Mosley hefur ætiíð þótt mjög klókur og hann varðist því að vera felldur sem forseti í fyrra þegar upp komst að hann hafði heimsótti vændiskonur, þó hann sé giftur maður.
FIA, eða alþjóðabílasambandið hefur þegar sent Mosley samúðarkveðjur fyrir hönd bílaáhugamaanna.