NBA í nótt: Dallas og Boston náðu forystu - Utah minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 09:00 San Antonio átti ekki möguleika í Dirk Nowitzky og félaga í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira