Körfuknattleiksdeild Breiðabliks gekk í kvöld frá ráðningu á Hrafni Kristjánssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Hrafn verður þess utan yfirþjálfari yngri flokka og mun stýra nokkrum þeirra.
Hrafn tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni.
Hrafn er uppalinn KR-ingur en hefur komið víða við á sínum ferli. Meðal annars á Ísafirði og nú síðast á Akureyri þar sem hann þjálfaði Þórsara.