Bretar í sjokki vegna kappakstursslyss 21. júlí 2009 09:08 Henry og faðir hans John Surtees. mynd: kappakstur.is Breskir áhugamenn um kappakstur og ökumenn í ýmsum mótaröðum í kappakstri Í Bretlandi eru í sjokki vegna dauðaslyss Henry Surtees á sunnudaginn. Hann lést eftir að dekk úr öðrum bíl sem keyrði á vegg lenti í höfði hans í miðri keppni. Henry ók í Formúlu 3 keppni á Brands Hatch þegar óhappið varð á sunnudaginn. Hann ók í Formúlu 3 í fyrra og vann eitt mót, en í þeirri mótaröð varð Jamie Alguersuari meistari í fyrra. Hann var nýlega ráðinn Formúlu 1 ökumaður Torro Rosso og keppir í Ungverjalandi um næstu helgi. "Ég kynntist Henry þegar ég ók með Carlin Motorsport í fyrra. Þessi helgi átti að vera gleðigjafi vegna ráðningar minnar til Torro Rosso, en það hvílir skuggi yfir mínum málum vegna slyssins", sagði Alguersuari. "Við sem ökumenn vitum að það er áhætta í kappakstri og hætta á dauðaslysi, en hún er fremur lítil. Ég sendi Surtees fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur og mun gera mitt besta í Ungverjalandi um helgina til að heiðra minningu Henrys." Henry þótti líklegur kandídat fyrir Formúlu 1 í framtíðinni, en faðir hans John Surtees varð heimsmeistari 1964 og hefur stutt feril sonar síns með ráði og dáð. Sjá meira um óhappið Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Breskir áhugamenn um kappakstur og ökumenn í ýmsum mótaröðum í kappakstri Í Bretlandi eru í sjokki vegna dauðaslyss Henry Surtees á sunnudaginn. Hann lést eftir að dekk úr öðrum bíl sem keyrði á vegg lenti í höfði hans í miðri keppni. Henry ók í Formúlu 3 keppni á Brands Hatch þegar óhappið varð á sunnudaginn. Hann ók í Formúlu 3 í fyrra og vann eitt mót, en í þeirri mótaröð varð Jamie Alguersuari meistari í fyrra. Hann var nýlega ráðinn Formúlu 1 ökumaður Torro Rosso og keppir í Ungverjalandi um næstu helgi. "Ég kynntist Henry þegar ég ók með Carlin Motorsport í fyrra. Þessi helgi átti að vera gleðigjafi vegna ráðningar minnar til Torro Rosso, en það hvílir skuggi yfir mínum málum vegna slyssins", sagði Alguersuari. "Við sem ökumenn vitum að það er áhætta í kappakstri og hætta á dauðaslysi, en hún er fremur lítil. Ég sendi Surtees fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur og mun gera mitt besta í Ungverjalandi um helgina til að heiðra minningu Henrys." Henry þótti líklegur kandídat fyrir Formúlu 1 í framtíðinni, en faðir hans John Surtees varð heimsmeistari 1964 og hefur stutt feril sonar síns með ráði og dáð. Sjá meira um óhappið
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira