Kaupmátturinn og dýrðin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun