Formúlan finnur fyrir kreppunni 2. febrúar 2009 11:11 Felipe Massa sest um borð í nýja Ferrari bílinn. mynd: kappakstur.is Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt. Liðið sem er skipað 700 starfsmönnum á hugsanlegan rétt á styrk frá sérstökum neyðarsjóði. Ecclestone vill þó að menn í Formúlu 1 geiranum sýni stillingu, því allir muni finna fyrir áhrifum kreppunnar. Hann ræddi málin lítillega við dagblaðið AS á ferðalagi um Spán, þar sem tvö mót verða haldin á þessu ári. Í Barcelona og í Valencia. Ecclestone segir að miðaðverð sé í höndum mótshaldara og þeirra að ákveða hvort lækka skuli miðaverð í samræmi við efnahagsþrengingar. "Það munu allir þjást á þessum tímum og við verðum bara að vera þolinmóð í hvívetna", sagði Ecclestone. Nokkrir auglýsendur hafa dregið saman seglin, m.a. ING bankinn sem styður Renault. Bankinn mun styðja liðið áfram en ekki auglýsa á brautum á árinu. Þá hefur verið rætt um að ökumenn þurfi að lækka laun sín, en til þessa hafa þeir ekki tekið slíkt í mál. Launahæstur er Kimi Raikkönen sem er með yfir 50 miljónir dala í árslaun. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt. Liðið sem er skipað 700 starfsmönnum á hugsanlegan rétt á styrk frá sérstökum neyðarsjóði. Ecclestone vill þó að menn í Formúlu 1 geiranum sýni stillingu, því allir muni finna fyrir áhrifum kreppunnar. Hann ræddi málin lítillega við dagblaðið AS á ferðalagi um Spán, þar sem tvö mót verða haldin á þessu ári. Í Barcelona og í Valencia. Ecclestone segir að miðaðverð sé í höndum mótshaldara og þeirra að ákveða hvort lækka skuli miðaverð í samræmi við efnahagsþrengingar. "Það munu allir þjást á þessum tímum og við verðum bara að vera þolinmóð í hvívetna", sagði Ecclestone. Nokkrir auglýsendur hafa dregið saman seglin, m.a. ING bankinn sem styður Renault. Bankinn mun styðja liðið áfram en ekki auglýsa á brautum á árinu. Þá hefur verið rætt um að ökumenn þurfi að lækka laun sín, en til þessa hafa þeir ekki tekið slíkt í mál. Launahæstur er Kimi Raikkönen sem er með yfir 50 miljónir dala í árslaun.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira