Ólafur Stefánsson hefur gefið kost á sér í landsliðið á nýjan leik í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Peking síðastliðið sumar.
Guðmundur Guðmundsson hefur valið landsilðshóp sem kemur saman til æfinga hér á landi í lok mánaðarins. Liðið er nú að undirbúa sig fyrir EM í Austurríki á næsta ári.
Alls eru ellefu leikmenn valdir sem voru í silfurliðinu fræga í Peking. Ísland leikur engan æfingaleik gegn öðru landsliðið að þessu sinni en mætir þó úrvalsliði íþróttafréttamanna fimmtudaginn 29. október næstkomandi. Leikið verður í Laugardalshöll og hefst leikurinn klukkan 19.30.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Schaffhausen
Hreiðar Guðmundsson, Emsdetten
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson. Flensburg
Arnór Atlason, FC Kaupmannahöfn
Aron Pálmarsson, Kiel
Bjarni Fritzson, FH
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Heiðmar Felixsson, Lübbecke
Ingimundur Ingimundarson, Minden
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson, Rhein-Neckar Löwen
Sturla Ásgeirsson, Düsseldorf
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Lemgo
Þórir Ólafsson, Lübbecke