Ferrari býst ekki við Schumacher kraftaverki 5. ágúst 2009 13:24 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. mynd: kappakstur.is Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ekki búast við neinu kraftaverki frá Michael Schumacher þegar hann snýr aftur á kappakstursbrautina. Hann keppir í stað Felipe Massa í Valencia á Spáni í ágúst. "Við búumst ekki við kraftaverki, né heldur aðdáendur Schumachers. Hann hefur hinsvegar fært liðinu jákvæðan kraft og anda. Tæknimennirnir bíða spenntir að gera unnið með honum, en þeir hafa beðið endurkomu hans síðan hann hætti", sagði Montezemolo. "Ég var ekki viss um að geta sannfært Schumacher um að keppa í stað Massa. Ég taldi hann ánægðan í faðmi fjölskyldunnar og hann hefur aldrei sýnt merki þess að leiðast lífið. En við vildum allir sjá hann aftur í Ferrari bíl. Ég benti honum á að við þyrftum á honum að halda og hollusta hans er slíkt, að hann sló til. Schumacher gefst ekki upp á gömlum vinum í vanda, sem báðu hann um hjálp eftir óhapp Massa", sagði Montezemolo. Sjá brautarlýsingu frá Valencia á Spáni Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ekki búast við neinu kraftaverki frá Michael Schumacher þegar hann snýr aftur á kappakstursbrautina. Hann keppir í stað Felipe Massa í Valencia á Spáni í ágúst. "Við búumst ekki við kraftaverki, né heldur aðdáendur Schumachers. Hann hefur hinsvegar fært liðinu jákvæðan kraft og anda. Tæknimennirnir bíða spenntir að gera unnið með honum, en þeir hafa beðið endurkomu hans síðan hann hætti", sagði Montezemolo. "Ég var ekki viss um að geta sannfært Schumacher um að keppa í stað Massa. Ég taldi hann ánægðan í faðmi fjölskyldunnar og hann hefur aldrei sýnt merki þess að leiðast lífið. En við vildum allir sjá hann aftur í Ferrari bíl. Ég benti honum á að við þyrftum á honum að halda og hollusta hans er slíkt, að hann sló til. Schumacher gefst ekki upp á gömlum vinum í vanda, sem báðu hann um hjálp eftir óhapp Massa", sagði Montezemolo. Sjá brautarlýsingu frá Valencia á Spáni
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira