Það eru enn þrír stórir í liði Boston 27. apríl 2009 17:33 Paul Pierce, Rajon Rondo og Ray Allen Nordic Photos/Getty Images Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum