Vinstri og hægri hönd Framsóknar Skúli Helgason skrifar 17. mars 2009 00:01 Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar