Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga.
Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á.
"Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu.
"Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello.
Button mun ekki bogna né brotna

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


