Körfubolti

Treyja Kobe Bryant aftur vinsælust

NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA deildinni er aftur kominn í efsta sætið yfir vinsælustu keppnistreyjuna. Á sama hátt er búningur LA Lakers sá söluhæsti í deildinni.

Sölutölur eru reglulega gefnar út í NBA versluninni í New York sem og úr sölu á netinu og þykja þessar tölur gjarnan gefa ákveðna mynd af því hverjir vinsælustu leikmenn deildarinnar eru hverju sinni.

Treyja Kobe Bryant er nú orðin sú vinsælasta á ný eftir að treyja Kevin Garnett hjá Boston var sú söluhæsta á síðasta ári.

Bryant var í toppsætinu árið 2007, en það kom ekki á óvart af því þá skipti kappinn úr treyju númer 8 og tók treyju númer 24, svo hörðustu aðdáendur kappans hafa þá væntanlega splæst í nýja treyju með goðinu sínu.

LeBron James Cleveland átti þriðju söluhæstu treyjuna annað árið í röð og þeir Chris Paul hjá New Orleans og Allen Iverson hjá Detroit héldu fjórða og fimmta sætinu.

Pau Gasol hjá LA Lakers var einn af hástökkvurunum að þessu sinni en hann fór úr 15. sæti í það sjötta.

Ljóst er að sölutölurnar frá New York eru ekki alveg hlutlausar, því Nate Robinson leikmaður New York Knicks er í tíunda sæti yfir söluhæstu treyjurnar þó hann verði seint kallaður ein af stórstjörnunum í NBA deildinni.

Mest seldu treyjurnar (Leikmenn)



Kobe Bryant

Kevin Garnett

LeBron James

Chris Paul

Allen Iverson

Pau Gasol

Paul Pierce

Dwyane Wade

Derrick Rose

Nate Robinson

Mest seldu treyjurnar (Lið)

Lakers

Celtics

Knicks

Cavaliers

Bulls

Suns

Pistons

Hornets

Heat

Spurs







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×