Snæfell í undanúrslitin 19. mars 2009 19:01 Sigurður Þorvaldsson Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið. Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið.
Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum