„Eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás“ 16. desember 2009 19:46 Jón Hilmar Hallgrímsson. „Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin. Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin.
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01