Stjörnuliðin í NBA klár 30. janúar 2009 19:23 Shaquille O´Neal hefur verið áberandi í stjörnuleikjunum í NBA frá því hann kom inn í deildina árið 1992 NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira