Schumacher varði brúðkaupsafmælinu í kappakstri 8. ágúst 2009 08:35 Michael Schumacher var á kartbrautinni í Locano við Gardavatnið á brúðkapsdeginum. Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar. "Ég keyrði á Locano brautinni á Tony Kart bíl sem er sérstalega léttur í meðförum og aksturs slíkra bíla þjálfar brjóst, háls og axlir. Fimmtudagurinn var svona brúðkaupsafmæli mín og Corinne konu minnar. Við fórum út að borða um kvöldið og héldum upp á daginn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. Hann keyrði kartbíl og gömlul hálseymsli virðast ekki há honum verulega, en læknir mun skoða hann í vikunni og gefa honum ráð varðandi þátttöku í Formúlu 1 mótinu í Valencia 23. ágúst. Hvort hann sé hæfur til keppni eður ei, en miðað við átökin í kart kappakstrinum virðist Schumacher stálsleginn. "Þetta var góð æfing og næstu daga þá mun ég styrka líkamann í líkamsrækt heima hjá mér", sagði Schumacher. Corinne kona hans vill ekki að hann keppi nema hálsinn verði dæmdur í lagi og það er skilyrði sem hann setti Ferrari líka, að hann væri fullfrískur. Sjá meira um Schumacher Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar. "Ég keyrði á Locano brautinni á Tony Kart bíl sem er sérstalega léttur í meðförum og aksturs slíkra bíla þjálfar brjóst, háls og axlir. Fimmtudagurinn var svona brúðkaupsafmæli mín og Corinne konu minnar. Við fórum út að borða um kvöldið og héldum upp á daginn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. Hann keyrði kartbíl og gömlul hálseymsli virðast ekki há honum verulega, en læknir mun skoða hann í vikunni og gefa honum ráð varðandi þátttöku í Formúlu 1 mótinu í Valencia 23. ágúst. Hvort hann sé hæfur til keppni eður ei, en miðað við átökin í kart kappakstrinum virðist Schumacher stálsleginn. "Þetta var góð æfing og næstu daga þá mun ég styrka líkamann í líkamsrækt heima hjá mér", sagði Schumacher. Corinne kona hans vill ekki að hann keppi nema hálsinn verði dæmdur í lagi og það er skilyrði sem hann setti Ferrari líka, að hann væri fullfrískur. Sjá meira um Schumacher
Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira