Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári 3. júní 2009 00:01 Baldur Pétursson „Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká Markaðir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká
Markaðir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira