Florentino Perez, hinn litríki forseti Real Madrid, segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær félagið semji við spænska landsliðsmanninn David Villa.
Forseti Valencia, sem Villa er á mála hjá, sagði í vikunni að engin tilboð væru komin í leikmanninn.
„Forseti Valencia veit hvað hann vill gera og hann veit líka hvað við viljum. Því er þetta bara spurning um tíma," sagði Perez.
„Það þarf að ganga frá öllum samningum af vinsemd og virðingu. Við eigum í góðum samskiptum við Valencia og það er allt sumarið eftir."