Ábending til fulltrúa hluthafa Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 11. desember 2009 06:00 Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun