Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs 22. desember 2009 05:30 Ráðuneytið átti enga minnispunkta í fórum sínum til að senda sem svar um beiðni Rannsóknarnefndar Alþingis um gögn vegna skráðra funda ráðuneytisstjórans með Seðlabanka, forsætisráðuneyti og Fjármálaeftirliti. Fréttablaðið/GVA Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira