Innlent

Sjaldan eins erfitt að kaupa fast­eign og konur undir­búa verk­fall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um húsnæðismarkaðinn hér á landi en sjaldan áður hefur verið eins erfitt að komast inn á þann markað. 

Við ræðum við hagfræðing hjá HMS um ástandið sem telur að verktakar bíði fremur með sölu frekar en að lækka verðið. 

Þá hitum við upp fyrir kvennaverkfallið sem skipulagt er á morgun en verkefnastýra þess segir að augu heimsbyggðarinnar beinist nú að Íslandi. 

Einnig fjöllum við um umræður á þingi um efnahagsmálin í ljósi stöðunnar sem upp er komin hjá Norðuráli eftir bilun í álverinu á Grundartanga.

Í sportpakka dagsins verður svo farið yfir hina viðburðaríku viku hjá Blikum sem er þó hvergi nærri lokið því þeir mæta til leiks í Evrópukeppni í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×