Daníel Rúnarsson, ljósmyndari hjá Fréttablaðinu fór nýjar leiðir við að mynda fyrsta leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í DHL-Höllinni á laugardaginn.
Daníel fékk leyfi hjá KR-ingum til þess að hengja upp myndavél aftan á annað spjaldið og hann stjórnaði vélinni síðan með sérstakri fjarstýringu auk þess að taka sjálfur myndir á venjulegan hátt.
Þessi tímamótamyndataka í íslenskum körfubolta heppnaðist mjög vel en fram að þessu hafa körfuboltaáhugamenn aðeins séð slíka myndatökur í tengslum við NBA-deildina.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem vélin hans Daníel skilaði frá þessum óvenjulega stað.