NBA í nótt: Aftur tapaði Cleveland á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 09:00 Luol Deng átti fínan leik með Chicago í nótt. Mynd/AP Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor. NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Chicago vann í nótt afar nauman sigur á Cleveland, 86-85, á útivelli er tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þá vann Utah góðan sigur á San Antonio á heimavelli, 113-99. Cleveland tapaði ekki leik á heimavelli framan af tímabili í fyrra en hafa nú þegar tapað tveimur leikjum þar. Cleveland tapaði fyrir Boston á fyrsta keppnisdegi tímabilsins og nú fyrir ungu liði Chicago. Þetta var mikill baráttusigur hjá Chicago en enginn í liðinu átti sannkallaðan stjörnuleik. Liðið tók meira að segja færri heildarfráköst en Cleveland (49-43). Leikmenn Chicago börðust hins vegar fram í rauðan dauðann. LeBron James átti til að mynda möguleika á að tryggja Cleveland sigurinn í blálokin en Joakim Noah náði að trufla James sem hitti ekki. Luol Deng var stigahæstur hjá Chicago með fimmtán stig en John Salmons og Derrick Rose voru með fjórtán stig hvor. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 25 stig. Næstur kom Shaquille O'Neal með fjórtán stig og tíu fráköst. Anderson Varejao skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Utah vann mikilvægan sigur á San Antonio eftir að liðið tapaði fyrir Houston og Dallas fyrr í vikunni. Liðið hafði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer og Deron Williams náðu sér vel á strik og skoruðu 27 stig hvor gegn einu besta varnarliði deildarinnar. Alls skoraði Utah 113 stig í leiknum þó svo að liðið hafi aðeins sett niður einn þrist í öllum leiknum. Alls hafði Utah tapað fjórum leikjum í röð fyrir San Antonio og 29 af síðustu 35 leikjum sínum við félagið. Utah hafði ekki skorað meira en 100 stig gegn San Antonio í síðustu 40 deildarleikjum liðanna. Boozer hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust en hann skilaði flottum tölum í nótt og tók til að mynda fjórtán fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan var með fimmtán stig og þrettán fráköst og þeir Richard Jefferson og Dejuan Blair með fjórtán hvor.
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira