Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2009 09:00 Dwight Howard fagnar einni af fjölmörgum troðslum sínum í nótt. Mynd/GettyImages Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira