Lið Þórs í Iceland Express deildinni hefur fengið til sín erlendan framherja að nafni Konrad Tota sem lék síðast sem atvinnumaður í Slóveníu.
Samkvæmt netmiðlinum karfan.is er Tota þessi 194 cm á hæð og 28 ára gamall. Hann hefur m.a. spilað í Þýskalandi og á rætur sínar að rekja til Póllands og Kanada.