Sport

Þórey Edda keppir á MÍ um helgina

Þórey Edda keppir í stangarstökki
Þórey Edda keppir í stangarstökki Mynd/Teitur

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina í umsjón Ármanns og Fjölnis og eru 160 keppendur skráðir til leiks.

Mótið hefst klukkan 13 á morgun stendur keppni fram eftir degi. Leikar hefjast svo klukkan 11 á sunnudaginn með 200 metra hlaupi karla og síðasta grein þann daginn, 4x400 metra boðhlaup karla, verður á dagskrá klukkan 15:35.

Keppt verður í 26 greinum á mótinu, 13 í karlaflokki og 13 í kvennaflokki. ÍR og FH eru með langflesta keppendur á mótinu, eða ríflega helming af öllum þátttakendum.

ÍR er núverandi Íslandsmeistari félagsliða og vann stigabikar kvenna í fyrra, en FH sigraði í stigakeppni karla.

Flestir af bestu frjálsíþróttamönnum landsins eru skráðir til leiks um helgina en nokkrir þeirra eru reyndar við nám í Bandaríkjunum og komast því ekki á mótið.

Athygli vekur að stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir verður með um helgina en hún er sem kunnugt er hætt að keppa á alþjóðlegum vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×