"Við spiluðum vel. Við byrjuðum vel í vörninni og hittum vel fyrir utan. Það var mikilvægt að byrja vel," sagði Jakob Sigurðarsson í samtali við Stöð 2 Sport eftir sigur KR-inga á Keflavík í kvöld.
Jakob skoraði 21 stig í 97-88 sigri KR sem var nokkuð öruggur, en með ummælum sínum átti hann eflaust við það hvað KR-ingar hafa átt það til að vera lengi í gang í leikjum sínum að undanförnu - síðast gegn Keflavík í vesturbænum á sunnudaginn.
Jakob var spurður að því hvort erfitt væri að halda einbeitingunni á ótrúlegri sigurgöngu KR, en liðið hefur sem kunnugt er unnið alla 13 leiki sína í deildinni og raunar alla leiki sína á leiktíðinni í öllum keppnum.
"Það er erfitt að halda einbeitingu og vera alltaf á fullu en það hefur gengið vel hingað til og gerir það vonandi áfram," sagði Jakob.
KR-ingar komu tilbúnir til leiks í kvöld

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn