Allt pakkað og mikill hiti 23. janúar 2009 16:54 Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira