Allt pakkað og mikill hiti 23. janúar 2009 16:54 Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira