Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrum forstjóri Glitnis, ætlar að flytja aftur heim frá Noregi í næsta mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Áður en hann fór hlakkaði Bjarni til að njóta friðsældar og þægilegheita ytra, en kannski hefur friðurinn orðið fullmikill fyrir hans smekk.
Honum hefur að auki verið legið á hálsi í umræðu hér heima fyrir að „hlaupast á brott með fúlgur fjár".
Eftir stendur spurningin um hvort breytingar hafi orðið á á öðrum vígstöðvum hjá Bjarna. Hann sagði nefnilega í viðtali við Dagens Næringsliv í apríl að nærtækara væri að búa í Osló en Reykjavík, væri ætlunin að leita að fjárfestingarmöguleikum á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu.
Hann hefur kannski komist að raun um að svo væri ekki.