Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2009 18:30 Nick Bradford í síðasta leik með Grindavík á móti ÍR. Mynd/Rósa Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira