Hamilton stefnir á sigur á Spáni 19. ágúst 2009 14:49 Lewis Hamilton hefur bara fagnað einum sigri á árinu og það var í síðustu keppni. McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira