KR-ingar hafa ekki unnuð leik í Keflavík í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í átján ár eða síðan liðið vann 71-84 í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins árið 1991. Síðan þá hefur Keflavík unnuð KR sjö sinnum í röð í Keflavík í úrslitakeppninni. Liðin mætast í öðrum leiknum í Toytota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld.
Það reyndar orðið mjög langt síðan liðin spiluðu síðast í Keflavík í úrslitakeppni og það ætti að vera auðvelt fyrir KR-liðið að bæta þau úrslit en Keflavík vann þá 54 stiga sigur, 113-59, 20. mars 1997. Guðjón Skúlason var með 23 stig og 7 þrista í leiknum en stigahæstur hjá KR var Hermann Hauksson með 11 stig.
KR vann síðast sigur í Keflavík í úrslitakeppninni var 22. mars 1991. KR vann leikinn 84-71 eftir að hafa verið 43-30 yfir í hálfleik. Jónatan Bow skoraði 30 stig fyrir KR í leiknum og Axel Nikulásson var með 21 stig. Sigurður Ingimundarson, núverandi þjálfari Keflavíkur, var með 14 stig og 9 fráköst í leiknum.
Síðustu leikir Keflavíkur og KR í Keflavík í úrslitakeppni
Undanúrslit 1997 (3. leikur) Keflavík-KR 113-59
Undanúrslit 1997 (1. leikur) Keflavík-KR 93-77
Átta liða úrslit 1996 (3. leikur) Keflavík-KR 83-77
Átta liða úrslit 1996 (1. leikur) Keflavík-KR 81-79
Undanúrslit 1992 (3. leikur) Keflavík-KR 87-73
Undanúrslit 1992 (1. leikur) Keflavík-KR 80-75
Undanúrslit 1991 (3. leikur) Keflavík-KR 86-80
Undanúrslit 1991 (1. leikur) Keflavík-KR 71-84