Ekki drepa málum á dreif Jón Sigurðsson skrifar 23. október 2009 06:00 Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar