Max Mosley hættir sem forseti FIA 15. júlí 2009 10:54 Max Mosley hefur verið forseti FIA í 16 ár. mynd: AFP Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra. Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra.
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira