Max Mosley hættir sem forseti FIA 15. júlí 2009 10:54 Max Mosley hefur verið forseti FIA í 16 ár. mynd: AFP Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra. Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Max Mosley sem verið hefur forseti FIA í 16 ár hyggst ekki bjóða sig fram enn eitt kjörtímabilið, en kosið verður í október. Hann sendi öllum aðildarfélögum FIA skeyti þess efnis í dag. Nokkur styr hefur staðið um FIA og deilur við FOTA hafa sett sinn svip á Formúlu 1 síðustu mánuði, en FOTA eru samtök keppnisliða. Þau vildu að Mosley hætti störfum og ferskir vindar fengju að blása innan FIA fyrir vikið. Það er ekki ástæða fyrir því að Mosley hættir, heldur segist hann vilja setja sinn fókus á fjölskyldu sína, en hann býr í Mónakó. Mosley verður sjötugur á næsta ári og þykir kominn tími á hvild. Mosley gat þess í bréfi sínu til aðildarfélaga FIA að hann sæi Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóra Ferrari sem sinn eftirmann hjá FIA. Todt stýrði Formúlu 1 liði Ferrari af mikilli hörku og kænsku. En forráðamenn Formúlu 1 liða munu varla sátt að slíkur maður verði yfir þeirra íþrótt. Ari Vatnanen frá Finnlandi hefur þegar tilkynnt framboð til forseta FIA, en hann er fyrrum meistari í rallakstri og sigurvegari í París-Dakar rallinu. Vatnanen starfaði m.a. á Evrópuþinginu, en dró sig í hlé í fyrra.
Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira