Sláturtíð Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 24. september 2009 06:00 Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun