Liuzzi tekur við sæti Fisichella 7. september 2009 09:34 Ítalinn Viantonio Liuzzi tekur sæti Giancarlo Fisichella hjá Force India. Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ítalinn Viantonuo Liuzzi var í morgun staðfestur sem ökumaður Force India í stað Giancarlo Fisichella sem var leystur undan samningi svo hann gæti ekið með Ferrari í síðustu fimm mótum ársins. Liuzzi hefur verið varaökumaður liðsins, en var áður hjá Torro Rosso. Liuzzi hefur ekki keppt síðan í árslok 2007 og hefur takmarkað reynslu á Force India bílnum vegna æfingabanns sem er í gildi. Hann hefur ekki ekið bílnum síðan í nóvember. "Ég get ekki beðið eftir því að komast um borð í Formúlu 1 bíl og þá sérstaklega á heimavelli mínum á Monza. Ég er mjög þakklátur Vijay Mallay, eiganda liðsins að gefa mér þetta tækifæri. Það sakar ekki að Force India bíllinn er öflugur og mig hungrar í að sýna hvað í mér býr. ", sagði Liuzzi í dag. Landi hans Fischella sem yfirgaf Force India liðið ekur með Ferrari á Monza um næstu helgi í stað Luca Badoer, sem var staðgengill Felipe Massa. Fisichella náði öðru sæti á Spa brautinni fyrir viku síðan og Ferrari tók hann upp á arma sína. Ítarlega verður fjallað um Liuzzi í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. Sjá allt um Liuzzi
Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira