Evrovisjón stjarna spyrnir í Mónakó 21. maí 2009 11:19 Keppinautar í kvöld. María Björk og Jóhanna Guðrún spretta úr spori í ökuhermi á Stöð 2 Sport í kvöld og aka götur Mónakó. Jóhanna Guðrún, söngstjarna okkar Íslendinga spyrnir um götur Mónakó í kvöld, en keppt er í Formúlu 1 í furstadæminu í um helgina. Jóhann tekur slaginn í kapp við klukkuna í ökuhermi á Stöð 2 Sport í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld. Mætir hún umboðsmanni sínum til 10 ára, Maríu Björk sem er fagurkeri á bíla og dóttir Sverris Þórodssonar fyrrum kappaksturskappa. Þátturinn er upphitun fyrir kappaksturinn í Mónakó sem er ætíð stjörnum prýddur og fer því vel á því að Jóhanna taki sprett á brautinni eftir gott gengi í Moskvu. Ragnar Agnarsson er einnig gestur þáttarins en hann er sá Íslendingur sem trúlega hefur farið á flest Formúlu 1 mót. Hann hefur heimsótt hátt í tuttugu Formúlu 1 mót og verið í innsta hring á flestum þeirra með Williams liðinu. Ragnar hefur fimm sinnum verið í Mónakó. Í þættinum verður rætt við Jenson Button og Nico Rosberg sem báðir búa í Mónakó. Rásmarkið hefst kl. 20.00. Strax á eftir verður sýnd samantekt frá tveimur æfingum dagsins, en æft er á fimmtudögum í Mónakó en ekki föstudögum. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jóhanna Guðrún, söngstjarna okkar Íslendinga spyrnir um götur Mónakó í kvöld, en keppt er í Formúlu 1 í furstadæminu í um helgina. Jóhann tekur slaginn í kapp við klukkuna í ökuhermi á Stöð 2 Sport í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld. Mætir hún umboðsmanni sínum til 10 ára, Maríu Björk sem er fagurkeri á bíla og dóttir Sverris Þórodssonar fyrrum kappaksturskappa. Þátturinn er upphitun fyrir kappaksturinn í Mónakó sem er ætíð stjörnum prýddur og fer því vel á því að Jóhanna taki sprett á brautinni eftir gott gengi í Moskvu. Ragnar Agnarsson er einnig gestur þáttarins en hann er sá Íslendingur sem trúlega hefur farið á flest Formúlu 1 mót. Hann hefur heimsótt hátt í tuttugu Formúlu 1 mót og verið í innsta hring á flestum þeirra með Williams liðinu. Ragnar hefur fimm sinnum verið í Mónakó. Í þættinum verður rætt við Jenson Button og Nico Rosberg sem báðir búa í Mónakó. Rásmarkið hefst kl. 20.00. Strax á eftir verður sýnd samantekt frá tveimur æfingum dagsins, en æft er á fimmtudögum í Mónakó en ekki föstudögum.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira