Handbolti

Pressuleikurinn fer fram í kvöld - dregið í Eimskipsbikar í hálfleik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið mætir pressuliðið íþróttafréttamanna í kvöld.
Íslenska landsliðið mætir pressuliðið íþróttafréttamanna í kvöld. Mynd/Pjetur

Karlalandslið Íslands í handbolta mætir sem kunnugt er pressuliði sem valið var af íþróttafréttamönnum í Laugardalshöll í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.30.

Miðasala á leikinn hefst í Laugardalshöll kl. 17 í dag og er miðaverð á leikinn 1.000 kr. en frítt er fyrir 15 ára og yngri.

Í hálfleik á pressuleiknum verður dregið í 16-liða úrslit Eimskipsbikarsins.

Í pottinum hjá körlunum eru: Afturelding, Akureyri, FH, Fram, Grótta, Haukar, Haukar 2, HK, ÍBV, ÍR, ÍR 2, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur og Þróttur.

Í pottinum hjá konunum eru: FH, Fjölnir/Afturelding, Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Valur, Víkingur, Víkingur 2 og Þróttur. Lið Íslandsmeistara Stjörnunnar situr hjá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×