Að óttast sína eigin þjóð Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun