Að óttast sína eigin þjóð Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun