NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2009 11:45 Anderson Varejao verst hér Chris Paul í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78. Þetta leit þó ekki vel út fyrir Cleveland sem voru lengi veðurtepptir í Chicago og komu ekki heim fyrr en seint nóttina áður. Þar að auki var LeBron James kvefaður, Zydrunas Ilgauskas enn meiddur og þá úlnliðabrotnaði Delonte West í leiknum gegn Chicago og verður frá næstu sex vikurnar. En þrátt fyrir allt þetta vann Cleveland góðan sigur og LeBron James komst nálægt því að ná þrefaldri tvennu. Hann skoraði 29 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Chris Paul átján en bæði hann og James Posey fengu reisupassann á síðustu tveimur mínútum leiksins. Sasha Pavlovic skoraði nítján stig fyrir Cleveland og setti einnig niður mikilvægan þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Orlando vann LA Lakers, 109-103, og sýndi þar með enn og aftur mátt sinn og megin. Sem fyrr voru það Jameer Nelson og Dwight Howard sem voru aðalmennirnir hjá Orlando en Howard var með 25 stig og 20 fráköst - Nelson með 28 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Kobe Bryant átti einnig stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann klikkaði hins vegar á tveimur skotum undir blálok leiksins sem hefðu hjálpað Lakers mikið. Orlando (32-8) er nú með betri heildarárangur en Lakers (31-9). Oklahoma vann Detroit, 89-79. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Oklahoma sem tryggði sér sigurinn með 13-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta. Chris Wilcox var með sautján stig og ellefu fráköst. Þetta var í fyrsta sinn sem að liðið vann tvo leiki í röð síðan það flutti frá Seattle í sumar. Minnesota vann Phoenix, 105-103. Al Jefferson var með 22 stig og tólf fráköst en Minnesota var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Shaquille O'Neal og Leandro Barbosa voru með 22 stig og Amare Stoudemire kom næstur með nítján. Utah vann Memphis, 101-91. Deron Williams skoraði 27 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer 21. Ekkert gengur hjá Memphis sem hefur tapað fimm leikjum í röð og þrettán af síðustu fimmtán leikjum liðsins. Philadelphia vann San Antonio, 109-87. Thaddeus Young skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21. Indiana vann Toronto, 111-104, þar sem Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana. Golden State vann Atlanta, 119-114. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State og Joe Johnson 25 fyrir Atlanta. Milwaukee vann Sacramento, 129-122. Michael Redd fór á kostum í liði Milwaukee og skoraði 44 stig. John Salmons og Kevin Martin skoruðu 24 stig fyrir Sacramento. Washington vann New York, 96-89. Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Washington og Al Harrington átján fyrir New York. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum