Titilvonir Red Bull endanlega brostnar 14. september 2009 09:58 Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull liðsins telur að titilvonir liðsins séu fyrir bí eftir mót helgarinnar á Monza brautinni á Ítalíu. Mark Webber féll úr leik og Sebastian Vettel náði aðeins einu stigi úr mótinu á meðan Rubens Barrichell og Jenson Button urðu í fyrsta og öðru sæti og juku forskot sitt í stigakeppni ökumanna. Barrichello er nú 14 stigum á eftir Button og hefur sótt á Bretann í síðustu mótum. Ljóst er að síðustu fjögur mótin verður einvígi á milli þeirra um titilinn. "Það er liðinn tíð að eitt lið ráði algjörlega ferðinni í Formúlu 1. Það er meira jafnfræði á milli liða og ökumenn eiga misjafna daga. Ég efa eftir mót helgarinnar að við getum verið meðal þeirra fjögurra fremstu í þeim mótum sem eftir eru", sagði Mateschitz. Vettel er 26 stigum á eftir Button í stigamótinu og kveðst ekki vera búinn að gefast upp, en 40 stig er enn í pottinum fyrir sigur. Tölfræðilegar líkur eru þó hverfandi hvað hann varðar, en keppt verður í Singapúr, Japan, Kína og Brasilíu á næstu vikum. "Við erum að tapa á því að Renault vélarnar hafa ekki reynst eins vel og vélar keppinauta okkar. Stundum er ekki nóg að vera með besta bílinn og toppökumenn", sagði Mateschitz. Lið hans er að skoða að skipta yfir til Mercedes í vélamálum fyrir næsta tímabil. Sjá stigastöðuna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull liðsins telur að titilvonir liðsins séu fyrir bí eftir mót helgarinnar á Monza brautinni á Ítalíu. Mark Webber féll úr leik og Sebastian Vettel náði aðeins einu stigi úr mótinu á meðan Rubens Barrichell og Jenson Button urðu í fyrsta og öðru sæti og juku forskot sitt í stigakeppni ökumanna. Barrichello er nú 14 stigum á eftir Button og hefur sótt á Bretann í síðustu mótum. Ljóst er að síðustu fjögur mótin verður einvígi á milli þeirra um titilinn. "Það er liðinn tíð að eitt lið ráði algjörlega ferðinni í Formúlu 1. Það er meira jafnfræði á milli liða og ökumenn eiga misjafna daga. Ég efa eftir mót helgarinnar að við getum verið meðal þeirra fjögurra fremstu í þeim mótum sem eftir eru", sagði Mateschitz. Vettel er 26 stigum á eftir Button í stigamótinu og kveðst ekki vera búinn að gefast upp, en 40 stig er enn í pottinum fyrir sigur. Tölfræðilegar líkur eru þó hverfandi hvað hann varðar, en keppt verður í Singapúr, Japan, Kína og Brasilíu á næstu vikum. "Við erum að tapa á því að Renault vélarnar hafa ekki reynst eins vel og vélar keppinauta okkar. Stundum er ekki nóg að vera með besta bílinn og toppökumenn", sagði Mateschitz. Lið hans er að skoða að skipta yfir til Mercedes í vélamálum fyrir næsta tímabil. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira